Glímufélag Reykjavíkur býður upp á skemmtileg glímunámskeið fyrir börn og fullorðna í vetur. Haustnámskeiðin byrja í september.

Krakkaglíma

Krakkaglíma eru skemmtilegir tímar fyrir börn á aldrinum 5 - 10 ára.

Tímunum er aldursskipt í tvö bil: 5 - 7 ára og 8 - 9 ára.

Í tímunum er farið yfir undirstöðu atriði og reglur í BJJ. Tímarnir fara fram í öruggu umhverfi undir handleiðslu reyndra þjálfara.

Ásamt því er lögð áhersla á að börnin öðlist betri hreyfiþroska sem er mjög mikilvægur fyrir framtíðar hreyfigetu barna. Þetta er gert í gegnum ýmsa leiki, ásamt fimleikaæfingum og “dýrahreyfingum”.

Við leggjum mikið upp úr því að virkja börnin og skapa skemmtilegt og heilbrigt æfinga umhverfi þannig að þau öðlist aukið sjálfstraust, félagsfærni og hreyfigetu samhliða því að búa til jákvætt framtíðar viðhorf til hreyfingar og íþrótta.

Fyrir 5 - 7 ára eru tímarnir kenndir alla föstudaga kl. 16:15 - 17:00.

Fyrir 8 - 10 ára eru tímarnir kenndir þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:30.

Glíma fyrir fullorðna

BJJ - Submission Grappling er ein vinsælasta bardagaíþrótt heims um þessar mundir.

Íþróttin gengur í grunninn út á að yfirbuga andstæðing á jörðinni með ýmsum uppgjafar tökum.


Byrjað er standandi og iðkendum kennt að koma viðureigninni niður á jörðina þar sem þeir ná stjórn á andstæðingnum með því að komast í yfirburðarstöðu. Í framhaldi af því eru síðan kennd viss uppgjafartök sem ganga út á liðlása og/eða hengingar.

Íþróttin er kennd í galla (Gi) og án galla (No gi) en flestir iðkendur æfa á báða vegu þó svo að þeir eigi sér uppáhaldsstíl sem þeir leggja oft meiri áherslu á.

Fullorðinstímarnir eru kl. 20:30 á mánudögum