Glímufélag Reykjavíkur rekur öflugt barna- og unglingastarf í húsakynnum Reykjavík MMA á Viðarhöfða 2!
Byrjaðu að æfa!
-
Glíma fyrir börn og unglinga
Krakka BJJ eru skemmtilegir tímar fyrir börn á aldrinum 5 - 10 ára.
Tímunum er aldursskipt í tvö bil: 5 - 7 ára og 7 - 9 ára.
Æfingar eru alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:30 - 17:15
Tímarnir eru 45 mínútur á lengd.
Haustönn fyrir 5 - 10 ára hefst þriðjudaginn 10. September.
Verð fyrir 5 -7 ára er kr. 38.900
Nýta má frístundastyrk sveitarfélaganna til þess að greiða fyrir önnina..Glíma fyrir unglinga 14 - 18 ára
Námskeiðið er opið báðum kynjum og hentar bæði þeim sem vilja undirbúa sig fyrir áframhaldandi glímu og MMA og fyrir þá sem vilja læra skemmtilega og praktíska sjálfsvörn í góðu og uppbyggjandi umhverfi.
Haustönnin hefst 9. September og verður kennt þrisvar í viku. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 19:15.
Verð er 48.900 kr. og er möguleiki á að nota frístundarstyrk Reykjavíkurborgar til þess að greiða fyrir önnina.
-
Hnefnaleikar f. Unglinga
Haustönn hefst 4. September.
Unglingar: 12-17 Ára.
Í tímunum er farið yfir helstu grunnatriði í boxi með það að markmiði að veita nemendum grunnskilning á tækni í íþróttinni. Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur óháð fyrri reynslu.
Kennt er þrisvar í viku og er æfingatímum útlistað hér fyrir neðan.
Tímar
Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 16:15
Búnaður: Stuttbuxur og stuttermabolur, box hanskar og skór.
Haustönn hefst mánudaginn 04. September.
Verð fyrir önn: 48.900kr -
MMA Unglingar
Haustönn hefst 11. September
Unglingar: 10 - 14 ára og 14-18 ára
Í tímunum er lögð áhersla á grunntækni í ýmsum bardagaíþróttum. Tímarnir eru fjölbreyttir og ættu því að henta flestum. Aðal áherslur eru lagðar á jiu jitsu, wrestling og kickbox. Kennt er þrisvar í viku og er æfingatímum útlistað hér fyrir neðan.
Í unglingatímunum er lögð sérstök áhersla á félagslíf og liðsheild, í formi hittinga og keppnisferða. Hittingar eru í nokkur skipti á önn, en stefnt er á æfinga eða keppnisferðir erlendis í fylgd þjálfara og foreldra einu sinni á ári.
Upplýsingar um ráðstöfun frístundastyrks veitir Hrafn Þráinsson. Hrafn@rvkmma.is
Tímar
11 - 14 ára mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 16:15
Búnaður: Gi galli, stuttbuxur og stuttermabolur, box hanskar.
14 - 18 ára þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:15 og á laugardögum kl 11:10.
Búnaður: Legghlífar, MMA hanskar, stuttbuxur og bolur, tannhlíf.
Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna.
Verð fyrir önn: kr. 47.900 kr.